blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Sálarnart

Andskotinn þetta nagar mig. Maður hugsar um liðna tíð. Kannski fimmtán ár afturfyrir og pælir í skyssum sem maður gerði. Melvítið mitt, segi ég stundum við sjálfan mig. Að maður skuli ekki hafa látið slag standa. Mig langaði svo heitt að spyrja en lét það vera. Aulaháttur, algjör aulaháttur. Eftir okkar síðasta fund stóð ég fyrir utan gluggan hennar starði lengi. Hún fór daginn eftir. Hef ekki séð hana síðan. Furðulegt hvað smánarleg atvik geta poppað upp í hugann og byrjað að saga mann.
-----------------------------------------
Þegar ég var tveggja, þriggja eða fjögrára eða eitthvað svoleiðis, allavega þegar ég var smákrakki elskaði ég að heyra þetta lag. Svo sé ég myndir til æskunnar þegar ég heyri lagið. Mér dettur í hug svöl dalalæðuvorkvöld í Reykjadalnum, bleikann roðann á norðurhimninum, sauðburð og gamla rússajeppann hans afa. Bara það sem poppar upp í huga mér þegar ég heyri það.
Hot Butter - Popcorn

Engin ummæli: