Malað kaffi
Allatíð eða frá þrettánda ári hef ég verið mikill kaffiusvelgur. Drekk kaffið helst svart en á sjónum er í boði ágætis vélakaffi þar sem ýtt er á takka og um hæl kemur rjúkandi gott kaffi úr maskínunni. Það er gott að fá sér mjólk út í það. En ég keypti mér kaffibaunir frá Starbucks þegar ég var í Danmörku og fékk að láni kvörn hjá góðum manni til að mala þær. Þetta kemur bara skemmtilega út og svalar bara kaffiandanum vel þegar hann kemur yfir mig og lætur mig skvetta mörgum bollum í mig í einu. Annars var ég að spá í að verða mér út um hráar kaffibaunir og rista þær sjálfur.
----------------------------
Eitthvað er ég svo að reyna að skrifa, búinn að vera að síðan í maí. Það sem ég er komin af stað með núna þ.e. nokkrir tugir blaðsíðna, byrjar þannig að Björgvin stendur ber að ofan með klaufhamar í hendinni og horfir á mann sem hann hafði ráðið bana. Björgvin horfir í augu hans verða mattari með hverri mínútunni. Maðurinn sem hann drap var af erlendu bergi brotinn og hafði bortist inn í íbúðina til hans um nótt en var svo óheppinn að Björgvin lá andvaka í rúminu sínu þegar hann braust inn en þegar maðurinn varð var við Björgvin byrjaði hann að skjóta á hann með hljóðdeyfðri skammbyssu. Með því að hugsa hratt og vera snar gat Björgvin yfirbugað manninn og kálað honum með klaufhamrinum.
Björgvin reynir strax að ná sambandi við Rebekku sem á sama tíma átti að vera komin til landsins með efni fyrir ákveðna aðila. Hann átti ekki erindi sem erfiði en þegar farsími Björgvins hringir og á hinum enda línunnar heyrir Björgvin að Rebekka sætir pyndingum með hroðalegum öskrum heldur Björgvin í örvæntingafulla leit að henni.
Hver var þessi dularfulli maður sem hafði komið inn í íbúðina til hans og reynt að stúta honum ? Tengdist þetta því að Rebekka var ný komin til landsins sem burðardýr ?
Hún átti að fá allar skuldirsínar afskrifaðar hvort sem hún næðist í tollinum eða ekki. Því voru þeir þá að misþyrma henni, ef það voru þá þeir ?
Myndirðu kaupa söguna ef hún kæmi út á bók ?
----------------------------
Everlast - Black Coffee
Heavy D - Black Coffee No Sugar No Cream
Engin ummæli:
Skrifa ummæli