blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 30, 2012

Þarminn

Þorrinn er byrjaður fyrir einhverju síðan og ég ekki farinn á þorrablót ennþá, ekki frekar en þorra síðustu ára. En auðvitað treð ég í mig þorramatnum, kæstum og súrsuðum eins og enginn sé morgundagurinn og uppsker öskrandi brjóstsviða fyrir vikið. Einhvern veginn finnst mér vanta kæsta skötu í þetta allt saman og finnst það leiðinda dilla að þetta skuli eingöngu tengjast þorláksmessu. Ég gerði það að vísu þegar ég var til sjós að kæsa mér tindabikkju nokkur skipti. Ágætt að fá sér þetta tvisvar til þrisvar á ári eða svona eftir því sem maður nennir að kæsa. Nú hef ég auðvitað engan aðgang að skötu eða tindabikkju þannig að ég læt mig hafa það að éta kæstan fisk einu sinni á ári. Helvítis.
---------------------------------

Engin ummæli: