Bolir sumarsins
Venjulega hef ég átt mér einhverja uppáhalds boli um hvert sumar, sem ég geng þá hvað mest í það sumarið. Einhvern tímann var það Rolling Stones bolur og líka Iron Maiden bolur. Ford Mustang var það nú eitthvert sumarið og í hitteð fyrra var það Abdul-Jabbar #33 Lakers treyja. Í ár get ég eiginlega ekki gert upp hug minn, þar sem þessir þrír eru allir í uppáhaldi. Fékk þessa á ebay í einum pakka á spottprís og slapp með að borga tollinn og svoleiðis skemmtilegheit. Þetta eru auðvitað Breaking Bad bolir og þeir sem hafa fylgst með þeim þáttum þekkja auðvitað dralsið framan á þeim. Annars er lítið að frétta bara þetta sama sull og venjulega, vakna éta sofa sinna krökkunum og fleira. Er ekkert farinn að huga að ferðalögum sumarsins og hef ekkert farið að veiða heldur. Kannski að ég skreppi að Reynisvatni um helgina og renni fyrir silung. Hver veit?/>
------------------------------------------------------------------------------------ />
Talandi um Breaking Bad. Uppáhalds atriðið mitt úr þessum frábæru þáttum eða eitt af uppáhalds. Endaatriði og svo rúsínan í pylsuendanum þetta frábæra endalag með The Silver Seas.
The Silver Seas - Catch Yer Own Train
Hér má lésa meira um The Silver Seas.