blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, maí 19, 2013

Helvíti gott

Ég rambaði á plötuna Rimlarokk sem hljómsveitin Fjötrar frá Litla-Hrauni gaf út árið 1982, í Lucky Records fyrir skömmu síðan. Ég geri mér allt of sjaldan ferðir í þá ágætu verslun. Sennilega færi ég á hausinn af því að vera að þvælast of oft þangað og myndi síðan drukkna í vínylnum heima hjá mér. Ég hitti Rúnar Þór í saumaklúbb á dögunum og fékk hann til að rita nafn sitt á plötuna. Skemtilegra að eiga hlutina áritaða, sé þess kostur. Ég var svona að grúska eitthvað um plötuna á timarit.is og sá að einhverjir voru nú eitthvað efins um að platan myndi seljast þegar hún kom út árið 1982 en hún seldist nú í meira en 1000 eintökum og mæting á útgáfutónleika var með eindæmum góð. Eitthvað virðist þetta tukthúslima tónlistardæmi hafa farið í rassgatið á sumum og líklega hefur platan verið bönnuð til spilunar hjá ríkisútvarpinu þó að það hafi ekki verið gert opinbert. Enda ríkisútvarpið uppskrúfað einokunarbatterí á þeim tíma. Reyndar, þá man ég það þegar Sævar Ciesielski var að bögglast við að fá Geirfinns & Guðmundarmál tekin upp að nýju í kring um 1996 að þá voru lög spiluð af plötunni á Rás 2 þegar verið var að ræða þessi mál í morgunútvarpinu./>
/>
En hér má svo heyra lagið Minning með hljómsveitinni Fjötrum sem er samið og sungið af Sævari Ciesielski./>