Þá er mp3 bloggið klárt og ég þarf að þusa smá
Vandamálið með mp3 bloggið var þannig að maður var að puðra inn mp3 files(tónlist) inn á server sem er í eigu góðs vinar. Ég setti þarna inn tónlist sem var þá vitanlega downloadað af blogginu mínu en sá galli var á gjöf Njarðar að þó svo að flestir sem sóttu lögin væru íslendingar þá er blogspot.com í usa. Þannig að Guðmundur á Bakkafirði sækir lag á síðuna, lagið uploadast af servernum sem er hér á íslandi, í gegn um blogspot.com þannig að mp3fællinn fer tæknilega til usa og downloadast þaðan til íslands aftur, svoleiðis að þetta fór að vera kosnaður fyrir vin minn sem á serverinn. Og í ofanálag þá voru mp3 leitavélar sem nú hefur tekist að blokkera, verið að vísa á þennan server og þannig var fólk allstaðar að úr heiminum að sækja tónlistina hingað og eins og þú sérð á þessum rituðu línum var þetta orðið vandamál. Nú hefur hann fundið út aðferð(hann er forritari sko) til þess að hægt sé eingöngu að sækja mp3 fælana í gegn um íslenskar iptölur og einnig sett inn forrit sem eyðir burt mp3 fælum sem hafa verið inni í þrjá mánuði. Þannig verður kosnaðurin lítill, bara smotterí sem ég ræð við um hver mánaðarmót. En reglan er sú að þeir sem geta notið eru eingöngu þeir sem eru hér á landi og hvert lag hangir inni í þrjá mánuði.
------------------------------------------------------------------------------------
Hér kemur svo lag sem á ágætlega við núna en það er Missing you for so long eftir Guð má vita hvern. Eitthvað eru samt vafrarnir að taka því misjafnlega, þessu tónlistarbloggbrölti mínu, en það verður þá bara að reyna og reyna þar til það hefst, ef það verður á annaðborð vesen fyrir ykkur að ná laginu eða hlusta á það í vafranum. Það er líka hægt að gera það einfaldasta og hægrismella á lagið og ýta á „save link as" og svo „save" og downloada bara laginu beint í tölvuna þína. Þar hafiði það.
Missing you for so long