blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, febrúar 24, 2003

Já helvíti flott þetta lag með Grýunum, Sísí. Ég er búinn að vera með þetta dálítið á fóninum hjá mér en þetta er alveg með fyrstu æskuminningunum þetta lag. Þannig var að ég var oft í pössun hjá systur hennar mömmu, henni Sigrúnu og þær dætur hennar þrjár voru bara svona unglingar þá og voru einmitt alltaf að spila þetta lag. Þetta hefur verið svona um 1984 og þá var ég einmitt á fjórða ári. Varð fjögura ára í desember það árið, fyrsta þess mánaðar. En þarna hefur sígjast inn eitthvað í kollinn minn. En á þeim bænum er ber nafnið Lækjamót, man ég líka í bernsku minni eftir því að Bubbi var spilaður mikið af eldri bróðurnum honum Sigurði eða Sigga eins og við köllum hann. Hann spilar að vísu Bubba en og hefur gamað af. Bubbi er líka snillingur.
Hehe mér var að detta svona í hug þegar að maður var á unglingsárunum þegar maður var alltaf að gera símaat. Það var tildæmis í einu kennaraverkfallinu að við vorum alltaf að gera fólki þann óleik að vekja það með því að hringja í það um hánætur og spurja:
-Halló er þetta pizza 67
-ha, nei þetta er hjá Jóni og Stínu
-ó fyrir gefðu ég ætlaði bara að panta pizzu
-já já
-Getur þú nokkuð bakað fyrir mig pizzu
-ha ?(hálf sofandi)
-eða áttu ekki bara gulrætur eða eitthvað til að éta
Yfirleitt var bara skellt á og þá var ekkert gaman. Það var miklu skemtilegra að fá viðbrögð sem þessi: Hvað er þetta. hverslags dónaskapur er þetta að hringja svona í fólk um miðjar nætur. Þessi svör eru alveg æði. Og þá er bara að rífa kjaft á móti
Svo varð maður líka alltaf að hringja og gefa eitthvað. Við vinirnir hringdum stundum í eitthvað fólk innan einhverrar stéttar eins og bakara eða eitthvað svoleiðis. Sögðum svo að þeir hafi unnið í skógetraun og þeir fengju nýja skó senda heim. Við þurftum bara skónúmer og heimilisfang til að rétt gætti farið á réttan stað. Það var stundum sem fólk vildi ekki trúa en við náðum nú alltaf að sannfæra allt blessað fólkið. Svo hringdum við alltaf aftur þegar samtalinu lauk og öskruðum í símtólið:ÞÚ FÆRÐ ENGA SKÓ. Og svo skelltum við á. Það var alveg hellingur tekinn upp á segulband af þessu helvíti. Það var eitthvað fleira í þessum dúr eins og 20 lítrar af skafís eða 2 tonn af einnota plasthnífapörum. Bezzzzzzzz

Engin ummæli: