blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, febrúar 15, 2003

Núnú..! Það verður víst ekki keypt þessi Mazta sem áætlað var. Helvítis. Hún var dýrari en ég huggði svo að ég hætti við. Ég nenni ekki að leita að öðrum bíl svo að ég læt mig hafa það að nota vagninn í tvo-þrjá mánuði í viðbót. Ég hef ákveðið að safna meiri monníum og greiða niður skuldir á hraðferð því að þær fara að verða búnar. Þetta er bara svo mikið af allskonar smá drasli sem ég skulda hér og þar um bæinn en þetta er sossum í orden hérna hjá mér. Ég fer hugsanlega í bílakaup þegar vorið og kosningarnar hefjast. Já kosningarnar, maður. Er ekki bara málið að smala saman einhverju liði í eina almennilega fylkingu og hefja framboð. Reyna svo að sölsa og hrifsa völdin að sér með góðu eða illu og gerast svo einræðisherra Íslands. Hahh þá væri nú gott að vera Íslendingur. Ég myndi sölsa undir ríkið þessi stærri fyrirtæki eins og Emskip, Íslenska útvarpsfélagið, Samherja, Íslandssíma, Ístak, Samskip, öll olíufélögin og alla bankanna til þess að allir þessir milljarðar séu ekki að kverfa upp í fárra manna hendur. Nú og svo myndi ég láta Hvalveiðar hefjast og afnema kvótakerfið sem hrjáir fiskiskipin og öll litlu þorpin úti á landi. En ekki má gleyma allri vopna og álframleiðslunni og svo mun hver spræna verða virkjuð. Ég meina, svo er hægt að framleiða allan andskotan og selja til útlanda og græða miklu meira. Ég nefni bara brennivín. Það kaupa allir brennivín hvar sem er í heiminum. Framleiða góðan Vodka eða Romm. Síðan mun ég lögleiða, spilavíti, hass og vændi og eitthvað fleira þar fram eftir götunum. Ísland mun verða hið frjálsa ríki undið Einræðisstjórn Spritta. Jæja það er best að fara og fá sér búðing

Engin ummæli: