blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, febrúar 10, 2003

Jæja ég er byrjaður í Slysavarnarskóla sjómanna þó að ég hafi ekki stundað neitt sjóinn til þessa. En það hefst vonandi með tímanum, að ég komist á sjóinn. Ég bíð nú eftir bílnum sem ég er alveg að fara að fá en það fer að hafast í gegn, vona ég, en þangað til þýðir ekkert að vera með neinn andskotans húnd. Annars eru húndar ágætir bara ef þeir migu ekki svona utan í allan andskotan sem hreyfist. Þá væri þetta í lagi en mér finnst mara andskotan ekkert eðlilegt að míga svona utan í dauða hluti. Það er bara alveg óþarfi. Ekki skánar það þegar helvítis högnarnir eru að merkja sér völl einhverstaðar. Mígandi í heyið eða baggaplastið eða bara þar sem maður á leið hjá og þá mætir manni alltaf þessi yfirþyrmandi kattarhlandsfýla. Jájá Kettir geta verið yndislegar skepnur og kötturinn hérna á mínu heimili er mikill vinur minn. Svo er líka einn köttur sem heitir Bjössi og það er köttur vinar míns hann er stór fínn og alltaf mikill vinur minn. En ég bara hreinlega þoli ekki þessa endalausu djöfulsins migu, endalaust. Jæja ég er farinn. Bið að heilsa Daða, Heiðu og Veigu.

Engin ummæli: