Jæja maður verður að skrifa eitthvað með viti. Uss maður er bara latur eftir fyrsta vinnudag þessarar viku og er því bara best að gera ekki neitt í kvöld nema horfa á sjónvarpið eða láta litlu systkynin fara í pirrurnar á sér og öskra á þau í pirrikasti svo að þau hætti þessum látum. Djöfulsins læti geta orðið af fjórum krökkum. Alveg merkilegt. Þetta er eins og argasta hávaða mengun. Já það er talað hátt, heimalærdómnum mótmælt, grenjað af því að kexið er búið og svo þarf að líka að skarka með einhvern djöfulinn. Stól, sóp eða eitthvað þessháttar. En þannig er það iðulega þegar þegar maður vill hafa frið. Helvítis. Ég ætla að fá mér kaffi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli