blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

GNÍA-GNÍA-GNI-GNI-GNI

Nú er ég búinn að sanna það vísindalega að gníagnítónlist (harmónikkutónlist) hefur róandi áhrif á ungabörn. Þannig er að strákurinn minn grenjaði alveg óskaplega um daginn og ég var þá að reyna að hugga hann. Svo setti einhver Gíagníið á fóninn og spilaði dálítið hátt, en þá steinþagnaði sá stutti og vuvvaði bara og slefaði með. Svo prufaði ég þetta aftur síðar og það skotvirkaði. Drengurinn sofnaði bara.
Merkilegt

Engin ummæli: