blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

DV LOKKAR TIL SÍN LESENDUR

Mér þykja brellurnar sem DV beytir og býsna klókar til að fá Jón Jónsson út í bæ, til að kaupa blaðið. Skoðum bara eina fyrirsögn DV í dag sem ætti að fá menn til að hrópa í angist.
YNGSTI FANGINN Á LITLA-HRAUNI LOKAÐUR INNI MEÐ BARNANÝÐINGUM.
NÍTJÁN ÁRA ÓHARNAÐUR PILTUR.
þó að útlitið sé svart í þessari fyrirsögn þá er ekki ólýklegt að fréttin lýti svona út.
Hinn nítjánára N.N.sem er vistmaður á Litla-Hrauni hefur verið settur á deild með barnaníðingum þar sem hann hefur gert fangelsisstjóra grein fyrir því að hann ætli að snúa við blaðinu að lokinni fanga vist sem lýkur eftir tæplega sjö mánuði. Fanginn var dæmdur á sínum tíma fyrir fíkniefnamisferli, þjófnaði, ölvunarakstur og fyrir að hafa skotvopn í fórum sínum.
"já ég talaði við Þorstein, yfirmanninn hérna og hann tók mig af deildinni með gömlu félögunum og sendi mig hingað. Þeir eru ágætir hérna kallarnir. Við spilum Bridds hérna eftir fangavinnuna á daginn og svo fékk einn af þeim Lúdó í afmælisgjöf, þannig að menn lyggja yfir því allann daginn líka. Svo varð ég svo stál heppinn að tveir hérna á deildinni eru áhugamenn um fugla og þar sem ég er einnig mikill áhugamaður um fugla þá tölum við lítið um annað. Við höfum mikið af bókum um fugla hérna og við erum mikið til að grúska í þeim."sagði N.N."
Í samtali við Steingrím Njálsson, samfanga N.N. segist Steingrímur vera að kenna honum að þræða og bæta net, þar sem að N.N. var lofað plássi á togara eftir afplánunina.

DV er alltaf með eitthvað svona.

Engin ummæli: