blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, maí 07, 2005

FORD BRONCO 1966

Image hosted by Photobucket.com
Við ánna Laugagróf hjá Laugaseli.

Þetta er Broncoinn á Völlum. Hefi ég miklar æskuminningar honum tengdar en hann er í eigu Geira. Sigurgeir faðir hans gaf honum hann þegar hann var 13 ára. Þá hafði hann gefist upp á að eiga hann sjálfur svo að sonurinn mátti bara hafa hann.
Ég gleymi seint þeim stundum er við Geiri vorum að ná í beljurnar á honum, lyggjandi á flautunni með prikið út um gluggann, meðan beljurnar hlupu dauðskelkaðar heim í fjós eða þá að fara á veiðar suður undir Laugasel. Oft voru nú Diddi og annar strákur að nafni Rúnar oft með Geira í Broncóinum að ralla og fíflast. Stundum voru stökkin og hossurnar svo ægilegar að aftursætið lyftist til og verkfærin afturí klinguðust um. Svo oft þegar menn voru að gera eitthvað við og viðgerðum var lokið þá bar jafnan við að eftir urðu kannski nokkrar rær, boltar eða skífur. Jájá. Hann gengur enn. Samt er búið að kvikna í rafkerfinu eitt skipti en þegar það gerðist vildi svo heppilega til að Geiri og Brynjar bróðir, ásamt fleirum voru niðri við á á honum. Þá opnuðu þeir bara húddið og fylltu stígvélin hans Brynjars af vatni og skvettu því á eldinn.
Svona bílar eiga að fara á safn. Það er alveg klárt mál.

Engin ummæli: