blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, maí 05, 2005

AÐ VERA SKYLDUR KLIKKHAUSUM

Mér varð það á að skoða á Íslendingabók, skyldleika minn við mann nokkurn sem ég vann eitt sinn með. Sá er jafnan þekktur fyrir hreysti, svera handleggi og STÓRT skap. Hefur hann jafnvel í nokkrum tilfellum lamið fólk í skapbræði. Hefur hann hlotið viðurnefnið "brjálaði".
Svo sé ég hér að við erum skyldir í 8unda og9unda lið sem er nú svosem engin ofalegur skyldleiki en svo er skrifað um forföður okkar Guðmund Erlendsson sem fæddist 1733:
Guðmundur var og stilltr að jafnaði. En er í hann fauk gat hann orðið æði hrottalegur í orðum. Svo gátu menn og skepnur orðið fyrir fjörtjóni ef þau urðu á vegi hans á meðan skapbræði hans gekk yfir, sem og húsbúnaður.
Þannig er það. Skapbræði er ættgengt.

Engin ummæli: