blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, maí 15, 2005

FURÐUFISKUR

Image hosted by Photobucket.com
Aðalgeir og Bjössi á árshátíð

Náttúrufræðistofnun og Hafró standa á gati. En svoleiðis var að við fundum í einum sjótúrnum í vetur áður óþekktan fisk. Þannig var að hann kom á línuna hjá okkur en hvorki Aðalgeir stýrimaður né Bjössi vélavörður, sem lengst af okkur hafa stundað sjóinn vissu hvað þetta var. Sögðu að þetta væri eitthvert afskræmi.
En allavega er þetta algjört furðufyrirbæri. Þetta var svarblá skepna en grá á maganum og það virtist vera fullvaxið eða um ca. 55 cm. Langan haus og stór, útstæð augu, ekki ósvipað og á Löngu. Miklar kvassar tennur og með svarta rönd og loðnu eftir endilöngum búknum. Það var án ætiblöðku(uggi litlu framan við sporð) og fram og mið ugginn virtust snúa öfugt. Beinbroddar stóðu fjórir, kvassir upp úr bakinu líkt og á karfa.
Að sögn þeirra sem hafa rannsakað skepnuna er hún með öllu óæt eða ölluheldur baneitruð.
Reyndar var nóg hold á þessum furðufiski en því miður lítið á því að græða.

Engin ummæli: