blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, maí 02, 2005

TRANSYLVANIA OG STÖFFIÐ

Image hosted by Photobucket.com

Ég var að horfa á Transylvania 6-5000 sem er bráðskemtileg og sprenghlæileg ræma sem ég verslaði í henni Amríku. Sá þessa mynd síðast þegar ég var 12ára og ákvað því að kaupa mér hana. Ég er svo búinn að panta frá útlöndum hryllingsmynd sem heitir The Stuff. Sú mynd var sýnd á Rúvinu þegar ég var krakki en þá var mér bannað að horfa á hana, sem mér gramdist illilega. Það fór líka afskaplega í mig að aðrir krakkar sem sáu myndina voru alltaf að tala um hana, lengi eftir á. Þá ætla ég í barnaskap mínum að hefna mín á Múttu og Pabba fyrir að hafa ekki leift mér að horfa á þessa mynd á sínum tíma og sjá myndina.

Image hosted by Photobucket.com

Engin ummæli: