blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Komiði Sæl

Ég er nú búinn að njóta sveitasælunar í Borgarfirði þetta nokkra daga. Tókst mér í þrígang að eyðileggja eða öllu heldur kveikja í hamborgurunum sem ég var að grilla. Svona er að vera óvanur. Svo heppnaðist mér einnig að sólbrenna á mér handleggina og axlirnar til helvítis. Er allur rauður í framan og þar sem sólin hefur komist sem næst skinninu á mér. Ekki sjéns í helvíti að ég geti orðið sólbrúnn. Bara ekki.
Svo fór ég í heimsókn til Ingimundar bónda í Deildartungu og skoðaði fjósið hans. Allt gott af honum að segja. Búskapur gengur vel á bænum.
Það er svo veiðin maður. Stalst í nokkur vötn þarna í Borgarfirðinum og líka í eina á. Drattaðist nú ekkert til að veiða neitt en varð hellings var. Svo þurfti ég að hætta þessu því að veiðistöngin drullaði upp á bak.

Engin ummæli: