blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, apríl 06, 2009

Sobbeggi

Og nú ætla ég að lesa eitthvað þórberg Þórðarstuff. Ég stikaði á bókasafnið í dag og tók mér að láni Bréf til Láru og Í kompaníi við Þórberg. Ég er nú þegar búinn að lesa Ofvitann og Sálminn um blómið en það eru dásamlegar bækur. Svo las ég líka Bréfin hans Þórbergs. Hún er líka skemmtileg. Helvíti hefði verið magnað ef þórbergur hefði geta notað tækni á borð við internet. Klárlega myndi ég lesa bloggið hans. Annars er ég ný búinn að lesa bók sem heitir Samneyti og fjallar höfundurinn þar um reynslu sína af fljúgandi furðuhlutum, svosem eins og að verða numinn á brott í fáeina klukkutíma. Furðulegur þegar menn telja sig hafa orðið fyrir þessum andskota annars tek ég allar frásagnir svona lala trúarlegar en ég er þess full viss um að eitthvað líf leynist annarstaðar en hér á þessum hnetti. Sjálfur hef ég nú aldrei séð fljúgandi furðuhlut en er áhugamikill um þá. Væri alveg til í að sjá einn. Svo er nú það.


Whistling Jack Smith - I Was Kaiser Bill's Batman

Engin ummæli: