blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, október 15, 2009

Alveg held ég nú að þetta séu hálfvitar. Bara alveg. Já gáfulegt geyma listaverk og aðra ómetanlega muni í þessum skraufþurra trékassa niðrí bæ. Það er bara heppni að þetta hús brann ekki til grunna og með öllu sem í því var. Dýr listaverk og merkismuni á að geyma í viðeigandi geymslum eða geymslum sem ætlaðar eru fyrir slíkt dót en ekki í gömlu timburhúsi sem fuðrað gæti upp á tuttugu mínútum. Nógu slæmt væri það nú missa bara þetta merkilega Hús. Sumt fólk er svo heimskt.....
----------------------------
Leiðindi. Ég er búinn að setja veiðidótið mitt inn í geymslu þar sem það mun þurfa að húka óhreyft fram á vorið. Og djöfullinn bara. Mig dreymir á hverri nóttu að ég standi við einhverja fallega á stútfulla af laxi og hamist með fluguna. Á myndinni er svo einn af þeim fjölmörgu silungum sem ég krækti í í sumar. Hann er nú hálfgerður ræfill.

Engin ummæli: