blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, október 05, 2009

нафти і газу в шельфі Чорного моря

Ég varð nú bara hálf hlessa á því hvað það var kominn mikill snjór í Þrengslum þegar ég ók þar um á leiðinni í ammli á Þarmlókshöfn í gær. En ég held bara að veturinn sé kominn þó svo að enginn sé snjórinn hér í þéttbýlinu við sjóinn. Alltaf orðið jafn ógeðslega kalt og í morgun var bara grimdar djöfulsins frozt hérna í Efra-Breiðholti þegar ég tussaðist á lappir klukkan átta í morgun. Ég mátti skafa bílinn og allt. En svo var það auðvitað viðeigandi svona í kuldanum að ég gaf mömmu minni útiarin um daginn, þar sem ég hef ekki not fyrir slíkt hérna í blokkinni. Þá verður nú alltaf gaman að heilsa upp á hana á Hlíðarveginum og kveikja upp í leiðinni. Eitt sinn þegar ég var lítill strákur þá kveikti ég bál utan í húsinu okkar í sveitinni heima. Þetta var skömmu fyrir gamlársdag og eldurinn var farinn að læsa sig í sinunni utan við húsið. Geiri frændi minn man vel eftir þessu atviki sem hann kallar aukagamlársbrennuna. Maður var svona að taka forskot á sæluna.

-------------------------
En jarmandi um allt þetta frozt þá held ég að það eigi vel við að pósta hérna smá músík frá Hawaii. Þá getum við vangað við það allsber bara á bomsum úti í frostinu. Það er ekki amalegt. Hmmmmmmmm......

Blue Hawaii - Hawaiin Steel Guitar

Engin ummæli: