Blablablablablablabla
Gratín eða granít ég get aldrei lært að muna hvort er grjót eða ostur. Kerling sem vinnur í búð rak upp stór augu þegar ég spurði hvort það fengist granítostur í þessari verslun og eins þegar ég spurðist fyrir um gratínborðplötu í steinsmiðju hér í bæ. Smiðurinn spurði hvort ég væri veikur. Hvað á fólk með að kalla þetta eins nöfnum, gratínostur eða granítostur. skiptir máli? Pylsa eða pulsa. Kúkur eða skítur. Hass eða maríúana.
------------------------
Hvað var pojntið hér í eina tíð. Þegar ég var krakkarassgat þá var alltaf verið að sýna kúrekamyndir í sjónvarpinu. Ég á mér bernskuminningar um kúrekamyndir í sjónvarpinu. Ef afi heitinn var ekki að horfa á Derrick þá sat mamma og horfði á vestra. Ég hef ekki séð vestra í ég veit ekki hvað langan tíma. Fleiri ár held ég. Sjónvarpstöðvarnar mættu alveg taka upp þann góða sið að sýna vestra a.m.k. einu sinni í viku. Það er til svoleiðis djöfulsins hellingur af þessu að það er ekkert venjulegt. Jább, fá vestrana oftar í sjónvarp takk.
----------------------------
En þar sem ég er að ræða um mína eigin æsku þá var nú svo að tónlist var höfð í hávegum á mínum bæ. Afi spilaði heilmikið á fiðluna sína og einstaka sinnum komu menn og spiluðu með honum á harmonikkur eða á orgelið sem hann var með inná herbergi. En sá gamli sat oft löngum stundum einn inn á herbergi og spilaði á hljóðfærið sitt en ef við krakkarnir bönkuðum uppá, þá fengum við ætíð að koma inn og hlusta á meðan hann spilaði. Það var nú alltaf jafn skemmtilegt. Jafnvel áttum við það til að dansa með en það var einna helzt ef hann spilaði brjálaða lagið. En þessir dansar voru nú eiginlega bara eitthvað hopp og sprikl. Það er merkilegt hvað afi var ræðinn og skipti hann engu hvort hann var að ræða við okkur börnin eða fullorðið fólk. Og á milli laga fræddi hann þá sem vildu um fiðlur og fiðluleik eða bara hvað sem var. Það var svo margt um að tala þegar hann sat við skrifborðið að leggja kapal og ég á beddanum. Jafnvel að sýna myndir sem hann tók á ferðalögum sínum erlendis og oft af einhverjum gömlum kerlingum sem hann var með í ferðahóp. Já hann hafði farið víða hann afi. Amríku, frakklands og svo auðvitað til þýskalands þar sem hann naut sín í Rínardalnum í hvítvíninu. Og alltaf var fiðlan höfð með. Hér að neðan eru svo þrjú lög sem hann spilaði oft og eru æskuminning beint í æð. Lögin eru spiluð af honum og Einari vini hans sem spilar á tvöfalda harmonikku. Nema síðasta lagið. Það lag spilar hann einn en ég var búinn að pósta því hér inn áður en það var eitthvað biluð tæknin í það skiptið svo að ég set það hér núna.
Kväsar-valsinn
Geltir
Þótt ég dansi(bjrálaða lagið)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli