blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, október 17, 2009

Öndin gefin

Þá er ég búinn að sjá Stúlkan Sem Lék sér að eldinum. Er ekki frá því að hún sé betri en Karlar Sem Hata Konur. Ég veit ekki, gaf hann ekki út þrjár bækur áður en hann geispaði golunni hann Stiegs Larsson eða voru þær fjórar? Hann var allavega hálfnaður með þá síðustu þegar hann gaf upp öndina. Bévítans.
--------------------------
Smá framhald af dönsku mp3 dótaríi og svo alls ekki meira. Sys Bjerre er ágæt. Hef hlustað á hana syngja undanfarið og þykir mér það ágætt þó að ég skilji ekki rassgat í dönsku. Merkilegt hvað reynt var að fá mann til að læra dönsku hér í eina tíð. Jú fyrsta veturinn var ég áhugasamur af því að það var spennandi að læra nýtt tungumál. Á þeim tíma þótti nú viskulet að byrja á dönskunni vetrinum á undan ensku. Heimskingjaháttur þar á ferð. En ég lagði svo frekar kapp á að læra enskuna þegar þar að kom. Kennslan á henni í skólanum mínum var bara ekki upp á marga fiska. En það er nú önnur saga.

Sys Bjerre - Malene

Engin ummæli: