-----------------------------
Ég var að fatta MGMT(sem hét reyndar upprunalega „The Management“). Hef verið að hlusta á þennan dúett dálítið upp á síðkastið. Fíla'ða.
MGMT - We Care
MGMT - Oh Yeah
blank'/>
MGMT - We Care
MGMT - Oh Yeah
Roberto Calero - El Mandarina
Shwayze - Corona and Lime
Mason Jennings - Lemon grove Avenue
M.I.A. - Paper Planes Pinapple Express
Herbie Hancock - Cantaloup Island
Maður nokkur sem ég þekki sagði mér farir sínar ekki sléttar. Eftir að hann var á ferðalagi úti á landi í sumar þar sem hann hafði komið að eyðibýli, gömlu steinhúsi og séð þar gamalt koffort sem hann tók með sér heim. Hann tók að dytta upp á það, pússaði og lakkaði upp og hafði svo í stofunni heima hjá sér. Svo fóru undarlegir hlutir að gerast. Hann dreymdi ævinlnega illa eftir að hafa komið þessu tiltekna kofforti fyrir heima hjá sér. Dreymdi einhverja óskýrar draumaslitur sem skildu eftir sig ónot fram í vökuna og tengdust þau ónot alltaf koffortinu á einhvern hátt. Hlutir hurfu í húsinu en fundust svo allt annarstaðar. Hurðir tóku til við að opna og loka á víxl í tíma og ótíma sem og einhverjir skrítnir skuggar voru að bregða fyrir í húsinu. Eitt skifti fór öskubakkinn á stofuborðinu af stað og endaði á gólfinu framan við sjónvarpið. En þegar svo sjálft koffortið fór af stað inn í stofunni einn daginn og hristist þar og skókst til þá var mínum manni nóg boðið og tók koffortið, keyrði með það rúmlega tvöhundruð kílómetra og skilaði því á sinn stað í eyðibýlinu. Síðan þá hefur allt verið í rólegheitunum heima hjá manninum. Þetta kennir okkur það að láta það vera það sem við eigum ekki, jafnvel þó að enginn hér í okkar heimi sé að nota það.
Underneath The Gun - Romanian With a Glass Eye
Wilco - True Love Will Find You In The End
Inout Cerel - Made In Romania
Ambient & Trip Hop - Massive Attack & Portishead - Unfinished Sympathy (Paul Oakenfold remix)
Þá skilst mér að Jón Gerald sé að fara að opna þessa verslun sína. Vona að það verði til þess að matvöruverð lækki. Þó held ég að þetta komi ekki til með að gagna nokkurn skapaðan hlut. Kannski tíkall til eða frá á þessari eða hinni vöru sem er annaðhvort dýrari eða ódýrari í bónus eða krónunni. Svona gaman fyrir þá sem nenna að spá í tíkallaspursmál sem endar kannski sem 1000króna gróði þegar uppi er staðið með eitt stykki helgarinnkaup og menn hafa passað rækilega uppá að hafa skoðað verðmun á öllu sem þeir keyptu. Vei. Þetta er ekkert sem er að gera kaupmátt minn eða þinn eitthvað betri heldur en verið hefur. Þessi Kosts-verslun er aðallega tilkomin vegna hefndarhugs Jóns Geralds í garð Jóns Ásgeirs. Ég held að hann sé nú að hefna sín helvítið. Á ekki að notfæra sér veikleika baugsfeðga með því að fokka í þeim með nýrri lágvöruverzlun. Ég meina baugsmálið er víst sprottið af einhverju kerlnga veseni. Ég heyrði um eitthvað svoleiðis einu sinni. Annar fiktaði eitthvað við konu hins og þá fóru menn að skvíla hver annan vilt og galið. Í stað þess að ræða málið yfir dýru koníaki í rólegheitum um borð í snekkjunni þarna á sínum tíma. Svo eiga þetta að heita fullorðnir menn. En ég kem sjálfsagt eitthvað til með að versla þarna, það er ekki það. Fínt að fá fjölbreytni. Vona að það verði nýjar vörur.
Þetta er nú kápumyndin af ævisögu Guðbergs Guðmundssonar. Hann er einn af mínum bestu vinum en við kynntumst þegar ég var að hefja mín fyrstu skref í edrúmennsku. Hann hafði orðið edrú nokkrum árum á undan mér og því með góða reynslu til að deila með sér til edrú-lifnaðarhátta. En nóg um það. Í þessari bók, Þjófur, Fíkill, Falsari, segir Beggi frá ævintýralegu lífshlaupi sínu heima og erlendis. Hann hefur setið í fangelsum bæði á íslandi og annarsstaðar, vaðið í kvenfólki og eiturlyfjum en ætíð náð að ganga brosandi frá öllu saman að endingu. Hann náði svo árið 1995 að snúa við blaðinu og hefur verið heiðarlegur þjóðfélagsþegn síðan þá. Síðustu ár hefur hann svo hripað saman sína eigin ævisögu sem er svo komin í þessa bók sem er svo sannarlega jólagjöfin í ár. Tvímælalaust.
Duke Ellington & John Coltrane - The Feeling Of Jazz
Og núna ku vera komnir danskir dagar í Hagkaup og ég forvitnaðist til að kaupa mér eina flösku af Jolly Cola. "Jæja, Hvernig skyldi nú hið umtalaða Jolly Cola smakkast?". Þetta er nú svona lala kóladrykkur sem ég held að sé með einhverju fjandans sakkaríni, í staðinn fyrir sykur. A.m.k. braggaðist þetta eins og sambland af Bónuskóla og Kókakóla Light, eða mér datt það sambland svona nokkurnvegin í hug þegar ég smakkaði. Svo fyrir stuttu síðan þá gat ég keypt mér Vanilla Coke í sömu verslun. Sé eftir því að hafa ekki byrgt mig upp því að mér þykir vanilla kók obboslega góður drykkur. Jæja en það þýðir ekkert að fara að grenja. Annars er facebook síða fyrir þá sem vilja Vanilla Kók til íslands hér
Dottie West - Delta Dawn
Waylon Jennings - Ruby, Don't Take Your Love To Down