Helvítis læti bara
Maður nokkur sem ég þekki sagði mér farir sínar ekki sléttar. Eftir að hann var á ferðalagi úti á landi í sumar þar sem hann hafði komið að eyðibýli, gömlu steinhúsi og séð þar gamalt koffort sem hann tók með sér heim. Hann tók að dytta upp á það, pússaði og lakkaði upp og hafði svo í stofunni heima hjá sér. Svo fóru undarlegir hlutir að gerast. Hann dreymdi ævinlnega illa eftir að hafa komið þessu tiltekna kofforti fyrir heima hjá sér. Dreymdi einhverja óskýrar draumaslitur sem skildu eftir sig ónot fram í vökuna og tengdust þau ónot alltaf koffortinu á einhvern hátt. Hlutir hurfu í húsinu en fundust svo allt annarstaðar. Hurðir tóku til við að opna og loka á víxl í tíma og ótíma sem og einhverjir skrítnir skuggar voru að bregða fyrir í húsinu. Eitt skifti fór öskubakkinn á stofuborðinu af stað og endaði á gólfinu framan við sjónvarpið. En þegar svo sjálft koffortið fór af stað inn í stofunni einn daginn og hristist þar og skókst til þá var mínum manni nóg boðið og tók koffortið, keyrði með það rúmlega tvöhundruð kílómetra og skilaði því á sinn stað í eyðibýlinu. Síðan þá hefur allt verið í rólegheitunum heima hjá manninum. Þetta kennir okkur það að láta það vera það sem við eigum ekki, jafnvel þó að enginn hér í okkar heimi sé að nota það.
--------------------------------------
Þá er ég nú rúmlega hálfnaður með bókina Þjófur, Fíkill, Falsari. Maður er stundum hálf gáttaður yfir þetta hreint ótrúlegum ævintýrum. Svo eru fylliríin og lætin svo rosaleg að maður verður fullur af því að lesa bókina. Rall hálfur bara. Nei svona í alvöru talað, þetta er svakalegt helvíti. Jæja það er bezt að halda áfram og lesa ósköpin. Ætli ég klári ekki bókina á morgun eða hinn. Er allavega búinn að vera hálf límdur við þessa skruddu. Það er nú það.
--------------------------------------
Og hér er svo eitthvað uppsóp sem ég er búinn að vera með inná tölvuni minni lengi en ekki komið í verk að henda því.
Underneath The Gun - Romanian With a Glass Eye
Wilco - True Love Will Find You In The End
Inout Cerel - Made In Romania
Engin ummæli:
Skrifa ummæli