Ný búð
Þá skilst mér að Jón Gerald sé að fara að opna þessa verslun sína. Vona að það verði til þess að matvöruverð lækki. Þó held ég að þetta komi ekki til með að gagna nokkurn skapaðan hlut. Kannski tíkall til eða frá á þessari eða hinni vöru sem er annaðhvort dýrari eða ódýrari í bónus eða krónunni. Svona gaman fyrir þá sem nenna að spá í tíkallaspursmál sem endar kannski sem 1000króna gróði þegar uppi er staðið með eitt stykki helgarinnkaup og menn hafa passað rækilega uppá að hafa skoðað verðmun á öllu sem þeir keyptu. Vei. Þetta er ekkert sem er að gera kaupmátt minn eða þinn eitthvað betri heldur en verið hefur. Þessi Kosts-verslun er aðallega tilkomin vegna hefndarhugs Jóns Geralds í garð Jóns Ásgeirs. Ég held að hann sé nú að hefna sín helvítið. Á ekki að notfæra sér veikleika baugsfeðga með því að fokka í þeim með nýrri lágvöruverzlun. Ég meina baugsmálið er víst sprottið af einhverju kerlnga veseni. Ég heyrði um eitthvað svoleiðis einu sinni. Annar fiktaði eitthvað við konu hins og þá fóru menn að skvíla hver annan vilt og galið. Í stað þess að ræða málið yfir dýru koníaki í rólegheitum um borð í snekkjunni þarna á sínum tíma. Svo eiga þetta að heita fullorðnir menn. En ég kem sjálfsagt eitthvað til með að versla þarna, það er ekki það. Fínt að fá fjölbreytni. Vona að það verði nýjar vörur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli