blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Og hoppa svo

Ég keypti mér áskrift að Fjölvarpinu sem þýðir að ég geti horft á NBA leiki og annað NBA efni á NBA-TV sem er mjög gott. Verst að leikirnir fara flestir fram á nóttinni en ég er í fæðingarolofi og svefnvenjur ungbarna heldur randomeraðar og miðast ekki við 9-5 vinnutíma fólks og er ég því í góðum málum hvað það varðar. Myndina hér að neðan tók ég svo af vörðunni uppá Mýraröxl. Tók sprett þangað uppeftir í sumar og ekki nema hálftíma að skoppa í þetta fína útsýni yfir stóran hluta Þingeyjasveitar. Maður ætti að fara oftar þangað uppeftir þegar ég er að heimsækja gömlu sveitina mína.

-------------------------------------
Ég hafði um daginn grænmetisþema á mp3-bloggiu en hef núna ákveðið að hafa ávaxtaþema núna. Öll lögin falla um ávexti á einn eða annan hátt.

Roberto Calero - El Mandarina


Shwayze - Corona and Lime


Mason Jennings - Lemon grove Avenue


M.I.A. - Paper Planes Pinapple Express


Herbie Hancock - Cantaloup Island

Engin ummæli: