blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, nóvember 17, 2009

Sígildi

Þá urðum við eins og fyrr sagði að vera með strákinn okkar á barnaspítalanum í fáeina daga á meðan læknarnir fyndu eitthvað út úr málunum sem nú eru komin á hreint og eru sem betur fer ekki alvarleg. En auðvitað húkti maður þarna og dauðleiddist. Nú svo þegar stúfurinn svaf þá varð maður auðvitað að lesa það sem var í boði. Mér leiddist svosem ekkert að lesa myndasögurnar sem maður lá yfir í æsku og bara gott að fá smá flassbakk.

Engin ummæli: