blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, nóvember 08, 2009

Mögnuð ævisaga sem ég mæli virkilega með

Þetta er nú kápumyndin af ævisögu Guðbergs Guðmundssonar. Hann er einn af mínum bestu vinum en við kynntumst þegar ég var að hefja mín fyrstu skref í edrúmennsku. Hann hafði orðið edrú nokkrum árum á undan mér og því með góða reynslu til að deila með sér til edrú-lifnaðarhátta. En nóg um það. Í þessari bók, Þjófur, Fíkill, Falsari, segir Beggi frá ævintýralegu lífshlaupi sínu heima og erlendis. Hann hefur setið í fangelsum bæði á íslandi og annarsstaðar, vaðið í kvenfólki og eiturlyfjum en ætíð náð að ganga brosandi frá öllu saman að endingu. Hann náði svo árið 1995 að snúa við blaðinu og hefur verið heiðarlegur þjóðfélagsþegn síðan þá. Síðustu ár hefur hann svo hripað saman sína eigin ævisögu sem er svo komin í þessa bók sem er svo sannarlega jólagjöfin í ár. Tvímælalaust.

Engin ummæli: