blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 21, 2009

Það drullast

Já ég hef aldrei vitað aðra eins mikla snúninga og vesen fyrir einu og sömu jólin. þetta er nú samt allt að smella saman. Og Þá fokkaði Ipodinn upp í dag *grenj*. Vonandi gefur jólasveinninn mér Ipod í skóinn eða þá kannski að hann geri við hann fyrir mig um leið og hann kemur og gefur strákunm mínum í skóinn.*meira grenj*. Ég verð svo að vísa hérna á síðu doktorsins en þar fjallar hann um framhaldsleikritið Hótel Volkswagen sem var fastur liður í útvarpsþættinum Heimsendir sem var á dagskrá rásar tvö þegar ég var unglingsgrey . Mér finnst vanta þessa tegund af þáttum í útvarpið, kvöld þáttur. Spjall í bland við grín og glens á kvöldin. En þetta voru semsagt Gnarrinn og Sigurjón og Magga Stína. En þetta var sumsé á byrjunarreit Gnarr og Grjóna(1994). "Hvað er þetta Gnarr?",Hugsaði ég. "Eitthvað ættarnafn sennilega. Er það eitthvað Franskt eða er þessi maður kannski ættaður frá Wales?" Svona hugsaði maður um þennan gauk í útvarpinu sem mér heyrðist á röddinni vera ekki ósvipaður því sem hann er nema þá kannski frekar dökkur yfirlitum og dökkhærður með þykkt hárið sleikt aftur og augnkvass. Jæja ég er kominn út í vitleysu. Hver veit nema ég sjálfur eigi eftir að vera með kvöldþátt einhverntímann. Það er stefnan. Þá kannski heldur einhver vitleysingur út í bæ að ég sé kannski frekar dökkur yfirlitum og dökkhærður með þykkt hárið sleikt aftur og augnkvass. Já eða kannski með klofin góm líka. Hú nóvs ?
-----------------------------------

Já og svo er það Finnur æskufélagi minn. Eins og ég hef alltaf sagt og einhverntímann hérna áður líka þá er hann sannur listamaður við hverja þá listgrein sem hann tekur sér fyrir hendur, mála myndir, hverskyns hannyrðar og svo semja og spila tónlist. Nú er hann búinn að gefa út skífu með lögum eftir sjálfan sig sem að mér fannst nú bara vera tímaspursmáð að myndi gerast. Hlýðið á Stonekey.

Stonekey - Scarecrow

Engin ummæli: