blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, desember 16, 2009

ztjörnuvitlaus

Ég sá stjörnuhrap þegar ég skrapp út á tröppur að líta á stjörnurnar í fyrrinótt. Langt er síðan maður hefur séð slíkt fyrirbæri að frátöldu stjörnuhrapi sem ég leit augum fyrr í haust þegar ég var um nótt í Leirársveit á heimleið úr silungsveiði. Það var nú oft þannig á unglingsárunum að maður fór stundum út undir beran stjörnuhimininn til að mæna upp í loftið eftir stjörnuhrapi. sundum beið maður stutt og stundum leið allt að korter-tuttugumínútur. Jafnvel meira. Um þessar mundir er svo hægt að sjá Mars, Satrúnus og Júpíter þegar stjörnubjart er í veðri.
---------------------------------
Þá var nú skroppið í Kolaportið um síðustu helgi og verzlaður hákarl, harðfiskur, ástarpungar og geisladiskur sem ber heitið var Downtown, The Best Of Tony Hatch. Tony Hatch er alltaf ágætur og á ágætis smelli sem ég hef þekkt frá því að ég var smábarn. Þá fann ég nú hvergi coverið af diskinum og nenni ekki að taka mynd af því til að sýna það hér, enda gerir það ekkert til. Þið getið bara reynt að finna helvítis coverið sjálf ef þið eruð að drepast úr forvitni. Andskotans.

Tony Hatch - Best In Football


Tony Hatch - A Man And A Woman


Tony Hatch - Mr & Mrs

Engin ummæli: