DJÖFULSINS RUGL
Aldrei hefur mér brugðið jafn ógeðslega og í gær. Ennu þannig var aðu ég rúntaði með kunningja mínum um bæinn en hann var að koma úr búð og búinn að kaupa eitthvað drasl þegar ég hitti hann og svo reif hann það upp í bílnum hjá mér og utan um þetta var eitthvert glært plasthylki sem hann fíflaðist til að setja á baksýnisspegilinn hjá mér. Ég bara "haha sniðúgt" og svo gleymdist plastið þarna uppá speglinum. Svo um kvöldið þegar dimmt var orðið, fór ég út, opnaði bílinn, settist inní hann, setti í gang og keyrði af stað.
Svo varð mér litið í baksýnis spegilinn þá sé ég að það situr einhver afskræmd mannvera fyrir aftan mig. Mér brá svo viðbjóðslega að ég æpti, hjartað tók kipp og ég keyrði næstumþví útaf.
Svo áttaði ég mig á því þegar ég var stopp að helvítis plasthylkið var ennþá yfir speglinum og virkaði eins og 2falt gler og voru þetta bara mín eigin augu sem ég sá en hylkið kúlpti svolítið þannig að þetta kom þónokkuð afskræmt út.
Helvítis
Engin ummæli:
Skrifa ummæli