blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, desember 17, 2004

EXTREME MAKEOVER

Ljóta helvítis ruglið þessir lýtaaðgerðarþættir þarna á Stöð2. Já maður sér oft þetta myndarlegasta fólk fara í þessar aðgerðir og jafnvel verða ljótara fyrir vikið á eftir. Allavega var einn gaur þarna sem að þurfti bara að fara í klippingu grenna sig smá og kaupa sér ný föt og þá hefði allt verið í lagi. Nei þeir þurftu að andskotast með þetta fína nef sem hann var með og lengja hökuna sem ekkert var að. Þetta er ekkert nema brotin sjálfsmynd og sjálfsvirðingarleysi.
Hinsvegar er alveg fólk þarna sem á alveg fullt erindi í þessa þætti, eins og konan með skakka nefið og svörtu tennurnar. Eða kallinn sem hafði brennst eitthvað í framan. Ekkert að því að vera með stór eyru eða langt nef ef sjálfsmyndin er í lagi hjá manni.(voða er þetta femínistalegt eitthvað)
Mér er nú skapi næst að hefja framleiðslu á svona þáttum og láta aðgerðirnar mistakast. Græða nornanef og vörtur framan í fólk. Sverta tennurnar kannski líka eitthvað eða láta alveg heví frekjuskarð(Víkurskarð)í fólkið. Láta þættina heita"HANA HEFURU ÞETTA".

Jó......É sá yfir 15 flettingar hér í dag og 20 í gær. Eru menn alveg hættir að gefa komment hérna. ;)

Engin ummæli: