blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, desember 05, 2004

AÐ VERA ANDSETINN

Ég held að ég hafi séð þá almestu rugl mynd sem ég hef á ævinni séð í gær. Já þetta var um einhvern kallræfil sem varð andsetinn og breyttist í rottu. Þvílík endemis vitleysa og rugl.
Einu sinni varð ég andsetinn en ég breyttist ekki í rottu. Heldur fékk ég klaufir og varð kafloðinn allur og talaði eitthvert hrognamál sem enginn skildi. Um leið snerist hausinn á mér stanslaust hring eftir hring og augun ranghvolfdust til og frá. Síðan komu tveir prestar og byrjuðu að særa djöfulinn úr mér en þá réðist ég(eða djöfullinn) á annan prestinn og sleit af honum hausinn og byrjaði síðan að bíta og toga í vinstri handlegginn á honum með kjaftinum eins og svangur hundur á beini. Að lokum náði hinn presturinn að hella yfir mig vígðu glóandi hrauni svo að skrattinn flæmdist út úr mér. Svo þegar presturinn sá Andskotann flýja í burtu, sprungu augun í hausnum á honum.
Hefi ég ætíð verið haltur og sjóndapur eftir þetta.

Engin ummæli: