TENGSLIN OG ALLT ÞAÐ
Þetta er ótrúlegt. Þannig er að ég hitti í dag strák en vinur hans er á sjó en það vill svo til að skipsfélagi hans er mágur frænda míns. Sá frændi er einmitt að vinna á netaverkstæði pabba síns en pabbi hans var einmitt í Lionsfélainu Gullhamri en vinur hans þaðan lá á spítala í fyrra og það við hliðina á afa vinar stráksins sem ég hitti í dag. Gamli maðurinn dó svo en presturinn sem jarðarði afa stráksins og bróðir prestsins sem einnig er meðhjálpari í kirkjuni voru saman í hestamanna félagi sem stofnað var árið 1956 af þeim bræðrum. Þeir þekktu hestamann að nafni Þorsteinn sem er svili meðeiganda netaverkstæðisins sem pabbi frænda míns á. En hann er aftur skólafélagi Pabba úr Stýrimannskólanum. Þá var þar kennari einn kennari sem er skyldur mér í 7 lið. Hann er í Hallbjarnastaðarætt. Hann heitir Baldvín
Engin ummæli:
Skrifa ummæli