blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 08, 2005

PLAST

Image hosted by Photobucket.com

Já, maður er í hálfgerðu veseni þessa dagana en maður er ný búinn að klára fæðingarorlof, rétt farinn að vinna aftur en þá er bara komið sumarstopp í mánuð. Ekki það að ég hafi ekki efni á að vera í pínu lengra fríi. Bara.....þetta verður svo voðalegt hangs allt saman. Þriðji mánuðurinn sem maður er ekki að vinna neitt.
Spurning hvað maður gerir. Ég gæti farið að vinna svart einhverstaðar en ég nenni bara ekki að bera mig eftir því(svo voðalega leiðinlegt að nudda í fólki eitthvað). Ég gæti tekið fram penslana og byrjað að mála aftur eins og í den tíð, en þá vantar aðstöðu. Þá er það músík. Ég hef í raun enga afsökun fyrir því að vera ekki að semja og búa til músík. Hér hef ég tölvu, tónlistarforrit, gott hljóðkort, Roland E66 hljómborð, drasl til að tengja þar á milli, míkrófón, þennann líka forláta gítar og gott tóneyra. Það verður bara að plögga drazlið, læra á forritið og byrja.
Þetta er aðgerðarleysi og ekkert annað.

Svo eru það myndir.

Engin ummæli: