blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Draugagangurinn í Lautum

Image hosted by Photobucket.com
myndlíking af hænuóróanum

Sjaldan hef ég orðið var við draugagang. En eitt atvik er mér þó minnistætt frá því að þegar ég var annaðhvort 7, 8 eða 9 ára er ég bjó í Lautum. En ég hafði þá verið búinn að hengja upp í herberginu mínu, sem var risherbergi uppi á lofti, hænuóróa sem ég hafði föndrað í skólanum og samanstóð af tveimur pappadiskum sem voru heftaðir saman allan hringinn og búið að líma á þá gogg og vængi. Hænuna gafði ég svo litað rauða og gula. Hænan hékk svo í spotta uppí loftinu í herberginu mínu eins og fyrr sagði.(Myndin hér að ofan er til að sýna hvernig hænuóróinn leyt hlutfallslega út).
Svo var ég eitt sinn, seint um kvöld heima og ætlaði upp í herbergi að leika mér. Hljóp ég upp stigann og þegar ég kom inn í herbergið var hænuóróinn á fullri sveiflu. Óróinn sveiflaðist hátt og í allar áttir. En þegar ég kom inn í herbergið hætti hann að sveiflast og stoppaði svo að lokum.
A. Allir gluggar voru lokaðir og enginn séns á að þeir væru opnir. Reyndar voru allir gluggar á efri hæðinni negldir aftur eftir að Brynjar bróðir lét sig vaða þar eina bunu út. Þannig að möguleikinn á vindsúg af völdum opins glugga kom ekki til greina.
B. Enginn var í herberginu áður en ég kom þar inn, þar sem að mamma var að bardúsa eitthvað í eldhúsinu og Afi var inn í herberginu sínu og var, að ég greinilega man, að spila á fiðluna sína þar og enginn annar var heima þegar þetta átti sér stað. Þannig að enginn séns var á því að neinn maður hafði verið þarna að verki.
C. Hurðin inn í herbergið var opin þannig að engin möguleiki á ójöfnum loftþrýstingi kom heldur til greina.
Ég hef enga skýringu fundið á þessu ennþá og mun sennilega aldrei finna. Gaman ef þið gætu komið með kenningar.

Engin ummæli: