blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júlí 02, 2005

YFIRLIÐ

Það leið yfir mig í morgun. Slíkt hefur ekki skeð hjá mér lengi, ekki síðan ég var 15 ára. En ég sat við tölvuna og reis snöggt upp af stólnum. Þá fór ég flatur, rankaði síðan við mér í stólnum.
En þau skipti sem ég hef fallið í yfirlið þá hef ég gert það vísvitandi eða með aðstoð annara. Ákveðið trikk sem Tristan frændi minn kenndi mér sem notað er til að falla í yfirlið. Svo var maður alltaf að láta gera þetta við sig og svo öfugt. Ég og Finnur (Face) vorum iðnir við þetta. En hættum þessu fljótlega. Einu sinni var ximon að þessu við mig og missti mig á hurðina í herberginu sínu.
En auðvitað var maður ungur og óþroskaður á þessum tíma og vissi ekki hvað maður var að gera. Þetta lagað á ekki að gera. Svona er hættulegt.

Engin ummæli: