blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júlí 11, 2005

SMÓKARÍ

Hér áður reykti ég mikið. Reykti í nokkur ár. Oft einn og hálfan pakka á dag en svo hætti ég að reykja. Núna hef ég ekki reykt í bráðum 6 ár en stend sjálfan mig að því þegar ég horfi á sígarettupakkann sem konan á að langa alveg ferlega í sígó. Það hefur komið nokkrum sinnum eftir að ég hætti. Eitt sinn var ég farinn út í sjoppu, búinn að kaupa pakka af Lucky Strike, búinn að rífa hann upp. Ætlaði svo að kveikja í.
Nei ég vissi betur. Ég gerði ekki það sem ég er að hugsaði. Þá og þegar tók ég stjórnina og stjórnaði lönguninni og fór eftir viljanum.
Ég er hættur að reykja. Einn dag í einu.

Engin ummæli: