наименований приборов
Ég fór erinda minna í bankann í dag og þáði kleinur og kaffi sem ávalt eru þar í boði hárra vaxta og okurs um hver mánaðarmót. Það var djöflaþefur í bankaútibúinu. Púki í hverju horni. Púkarnir sem gert hafa þjóðina kaupóða með gylliboðum og yfirdráttum. Mér þótti þetta nokkuð góður puntur sem ég las á blogginu hjá Davíð Þór. „Ef Sví vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, leggur helminginn inn og kaupir bíl fyrir hinn helminginn. Ef Íslendingur vinnur milljón í happdrætti fer hann með hana í bankann, fær lánaða milljón og kaupir sér bíl fyrir tvær.“ Alveg típískt fyrir íslendinga. En ég man allavega alltaf orðin sem Glúmur frændi kenndi mér forðum. "Aldrei að kaupa neitt, nema að maður eigi fyrir því" En svo hefur það verið annað að fara eftir því.
Jæja ég er að hugsa um að leggja mig í smá stund.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli