Here I come to save the day
Þá er klukkan orðin 00:30 og jáhh, það er kominn aðfangadagur og kötturinn minn getur ekki séð jólatréð í friði.
Við erum búin að klára allt jólagjafastandið, þrífa og skreyta við skötuhjúin. Svo át ég líka Skötu með mömmu og pabba í kvöld og bjargaði reyndar húsinu þeirra frá stórbruna í leiðinni. Notaði 2l kókflösku með því að frussa gosinu yfir bálið sem var komið á stofuborðið (sjá aðferð í Deuce Bigalow). Sót og reykur um allt og aumingja mamma þurfti að endurjólahreinsa stofuna og pabbi þurfti að redda nýju stofuborði. Svo í þessum töluðu orðum var ég að stíflulosa klósettið hjá teingdó. Tók drjúgastund sem og mikið bölv og ragn en allt hafðist þó að lokum við að losa stífluna. Ég er alheims reddari.
Þá vil ég bara óska ykkur öllum lesendum, vinum, kunningjum og fjölskyldu, vinnufélögum og aðdáendum, góðra jóla og hamingu á komandi ári. Þið megið svo bara bjalla ef kviknar í húsinu ykkar, klósettið síflast, kötturinn situr fastur í trénu, bíllinn ykkar bilar eða bara við hvaða vandamál sem er. Ég kem um hæl fljúgandi í skikkju og bjarga öllu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli