Prjónar frá kína
Andskotinn. Ég ætlaði nú að fara að skjóta upp eitthvað af flugeldunum sem ég keypti í dag en veðrið er bara svo ömurlegt að ég nenni því ekki. Iss ég skýt þessu bara upp á gamlárskvöld eins og hefð er fyrir. Annars er skemmtilegast að freta öllu upp þegar mestu lætin eru búin. Ekkert er nú brennivínið sem ég drekk þannig að það er hægt að dunda sér við þetta í rólegheitunum. Nóg á ég nú af þessu drasli sem gæti dugað fram á morgun. En núna ætla ég að prufa að éta núður með prjónum sem foreldrar mínir keyptu í kína. Aldrei notað slík áhöld. Ég vænti einskis af prikunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli