Alveg er ég nú alltaf sofandi. Ákvað að gera mér ferð austur úr Breiðholti í gær og versla mér súrann sláturkepp í búð sem heitir Rangá og held ég í vogahverfinu. Nú ég er eitthvað agalega hugsi þarna undir stýri og í hugsanaleysinu tók ég beygjuna undan vesturlandsbrúnni og upp á miklubraut í áttina að miðbænum. Uppötvaði þessa villu þegar ég var að verða kominn að Grensásvegi og snéri við rétta leið. Nú ég keypti svo keppinn, súra blóðmör og keyrði með hann í áttina í Breiðholt þegar ég kem að rauðu ljósi og ætla að stoppa en steig óvart á benzínið og var nærri því búinn að klessa á næsta bíl fyrir framan.
Jæja en í dag fer ég svo út á sjó og kem ekki aftur fyrr en á 22. dag þessa mánaðar. Hei, um daginn kom strákur um borð til okkar. Hann var svo lélegur að vinna að hann var verri en gagnslaus. Annað skiptið sem ég hitti slíkan mann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli