Er hann orðinn bálkvass þarna úti
Núna er hánótt og ég hef ekki enn drullað mér í háttinn. Ég skrapp á Select áðan og ætlaði að kaupa mér pylsu sem og ég gerði. En þar var nú eitthvað ógeðslegt viðrini, pissfullt með tómt debetkortið að heimta að fá skrifað. Meira fíflið. Meira hvað hann var ógeðslega leiðinlegur þessi speni. Ég hefði nú bara hent honum ranghverfum út þessum gæja, hefði ég verið að vinna við afgreiðsluna þarna. Ég var nú reyndar pizzusendill hér í gamla daga og þurfti að fara með pizzu sem gleimst hafði að baka og var því orðin alltof alltof sein og lenti það ss á mér að fara með hana. Viðtakandi pizzunar, einhver geðstirður manndjöfull jós þarna yfir mig skömmum á meðan hann hrifsaði af mér pizzuna og kókið. Þá bauð ég honum rausnarlega pizzuinneign. Nei nei hann sagðist bara ætla að hætta að versla við þetta HELVÍTIS fyrirtæki. Mér rann þá illa í skap og bað hann blessaðan að vera ekkert að panta hjá okkur framar. Þá myndi ég sleppa við að horfa framan í hann oftar. Svo rauk ég bara í burtu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli