Nú er komið gamlárskvöld
Ég veit svei mér ekki hvað segja skal um líðandi ár. Vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta vinna sofa éta skíta. Reyndar átti ég ágætis sumarfrí og í nokkur skifti fór ég norður í land sem var yndislegt. Auðvitað fannst mér líka yndislegt að fylgjast með syni mínum vaxa, dafna og taka framförum. Jólin á ár hafa líka verið fín.
En næsta ár, já. Fer kannski til útlanda um vorið. Stefnan er líka sú að fara nokkur skifti norður í land og svo ætla ég að klára það sem ég er að skrifa. Það klárast snemma á árinu. Eitthvað verður þvælst í ferðalög og sumarbústaði í sumar. Það verður mikið grillað. Haustið kemur svo vonandi með atvinnubreytingar mikið myrkur og kulda. Annars vona ég að ég vinni í lottóinu í ár. Væri það ekki bara fínt. Lottóvinningur á nýju ári. Nei ég asnast aldrei til að kaupa miða. Ég ætti kannski að asnast til að kaupa mér númer í HHÍ. Nei iss maður vinnur aldrei í því helvíti. Svo hættir maður með miðann og þá fyrst kemur vinningur. Ég þekki samt konu sem nýlega vann milljón. Hún átti það líka skilið. Búin að streða öll sín ár í barneignum, basli og sult. Ég er ekki svo ömurlegur að fyllast gremju og öfund þó að aðrir vinni eitthvað eða verður fyrir happi í lífinu. Jú ég var einu sinni þannig en fyrir tilstillan 12spora prógrammsins hef ég náð að hrista af mér svona tilfinningum. Ég þekki svo fjölmarga sem haga sér svona. Sérstaklega er einn sem stendur mér dálítið nálægt (ekki of samt). Alveg verður hann grænn af gremju og öfund ef einhver sem hann þekkir verður fyrir happi eða velgengni. Mér leiðist sossum ekkert að sjá þannig fólk. Skemmti mér bara við það ef eitthvað er. Maðurinn er hálviti. Jæja er ekki best að skunda út með flugeldana og byrja að freta ruslinu upp. Gleðilegt ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli