Ekki flókið
Það er nú ekki flókið að afgreiða þennann. Bara setja í bakkgír og spóla af stað. Já mér leiðist voðalega þetta pakk sem er að mótmæla því sem ekki verður hætt að framkvæma. Ef ríkisstjórnin er búin að ákveða eitthvað þá verður því ekki haggað. Hannig hefur það verið og þannig er það.
En þetta er nú meira sumarfríið. Það er tussast á lappir svona einhverntímann eftir hádegi, fá sér eitthvað að éta og hanga í tölvunni. Ég þyrfti helzt að taka út veiðidótið mitt og stika upp að vatni og ná mér í soðið. Fara norður kannski. En nú ætla ég allavega að renna niður á Grensásveg og taka mér dvd og eitthvað nammi í leiðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli