blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Draumfarir og brjálaðir pólverjar

Tómt rugl. Mig dreymdi í nótt að ég væri keyrandi á bíl einhverstað á leiðinni á norðurlandið. Var Megas með gítarinn í aftursætinu og söng lagið Every Grain Of Sand. Síðan komum skruppum við í kaffisopa á einhverju eyðibýli í Öxnadal. Var heimilisfólk draugar sem höfðu búið þar í gamladaga og báðu Megas að spila fyrir sig. Reyndar var KK á leiðinni á bæinn líka og biðum við í kaffi þangað til að KK mætti. Spiluðu þeir Komdu Og Skoðaðu Í Kistuna Mína. Að söngnum loknum fórum við Megas á bílnum okkar áfram heim á Norðurlandið. Hann fór svo út á Akureyri þar sem hann ætlaði að halda tónleika en ég hélt áfram keyrandi í Reykjadalinn.Jæja. Þá er maður búinn að skreppa á sjóinn svona í sumarfríinu. Fór á Ásbjörninn í fjóra daga. Ég hef vanalega gert þetta síðustu ár þegar Vísisbátarnir fara í sumarstopp, að skreppa þá að gamni mínu á eitthvað annað skip. Alveg óþarfi að húka í fríi í fimm vikur í einu. Annars heyrði ég ljóta sögu af pólverja nokkrum sem á það á það til að æða inn í klefann hjá mönnum sem eru á frívakt og ráðast á menn sofandi og lemja í klessu ef honum líkar eitthvað illa við þá. Ég veit svei mér ekki hvað ég myndi gera ef ráðist yrði svona á mig berskjaldaðan í svefnró. Held að það myndi fjúka svo gasalega í mig að ég myndi ganga af viðkomandi einstaklingi dauðum þegar uppi væri staðið. Maður verður nú nógu illur við tilhugsunina eina og sér.

Hér getiði svo náð í lagið Every Grain Of Sand með Bob Dylan.


Eitt að lokum. Fyrir þá sem ætla að vera á innipúkanum um verslunarmannahelgina. Þá þykir mér gaman að spila Lúdó eða Chitris á netinu. Einnig er hægt að spila vist og Jatsí þar líka. Þið þurfið ekki annað en að fara inn á onlinebandit og ná í forritið þar.

Engin ummæli: