blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Skyturnar

Merkilegt helvíti. Ég fór nú í BT um daginn sló til og keypti mér Skytturnar. Mynd sem ég sá þegar ég var krakki. Horfði mikið á hana í gamladaga með Símoni sem hafði tekið hana upp. En þetta er nú svona dæmigerð íslensk þvæla eftir Friðrik þór. Svona típísk íslensk bíómynd. Æi íslensk kvikmyndagerð var svo eftirá á þessum tíma. Samt furðu vel heppnuð ræma. Barn síns tíma hefði ég sagt. Kvikmyndagerð á Íslandi fór ekki að heppnast almennilega fyrr en Hilmar Oddsson og Froztfilm gerðu Foxtrot. Dæmalaust.
En ég var nú að taka til í skápnum hjá mér í gær og ótrúlegt hvað maður á orðið af DVD myndum. Svo er það mesta furða hvað ég á af hryllingsmyndum. Hægt er að sjá safnið hér.

Engin ummæli: