blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Sjá þetta

Dæmalaust hvað fólk tekur upp á að gera. þetta er nú eitthvað það ógeðslegasta fyrirbæri sem ég hef augum litið á ævinni. Race spoiler settur á venjulega Toyotu Avensis. Mátti hreinlega til með að taka mynd af þessu fyrirbæri. Að fólki skuli detta svona rugl í hug og framkvæma það í þokkabót.

Talandi um bíla. Þá er eins og allir eiga að vita, benzínverðið stjórnaf af satani og félögum. Benzínverð er hreinlega leikfang satans þessa dagana. Þá datt mér í hug að reyna að selja Lexusinn og reyna að fá mér eitt stykki Daihatsu Charade. Að fyllann myndi kosta í dag kannski 6000 kall og er vel hægt að komast á honum fram og til baka til og frá Rvk og Akureyri. Átti eina svona bíltík sem reyndist mér alver einstaklega vel. Svo er fyrir þá sem gera við sjálfir ákaflega einfalt að gera við þetta. Svo bara að leika sér á þessu er alvgjör snilld.

Engin ummæli: