blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, maí 31, 2009

Andfúlskan

Næsta húsverk. Skipta um batterí í reykskynjaranum því að hann er að láta mig vita með reglulegu píbi að orkan sé á þrotum. Þetta helvítis píb pirrar mig. Kom að norðan í gær úr fermingu frænda míns og auðvitað þurfti Blönduóslögreglan að vera að tussast þar sem ég ók um Húnavatnssýslur. Það þýðir einn púnt í ferilsskránna og einhver sektardjöfull. Svo þessi löggukall og hvað hann var andfúll. Sennilega er eitthvað dautt uppí honum. Eitthvað dautt og búið að vera það lengi. Eitthvað dautt og búið að fylla það með fúleggjum. Æi ég nennti svo ekkert að rífast um að ég hefði verið á minni hraða og hélt kjafti. Annars var þetta bara fín norðurferð í alla kanta, gönguferðir og heimsóknir og auðvitað bara fínt að skreppa norður fyrst við í meiraprófinu rusluðum bara námskeiðinu af áður en vikan varð úti.

Trespass er bíómynd sem ég sá á unglingsárunum og eignaðist svo soundtrackið líka á cd. Ice-t og Ice cube, Bill Paxton og William Sadler eru í aðalhlutverki í myndinni og eihverjir aðrir amerískir kvikmyndasperðlar. Hlustið á lögin, þetta rappdrasl.

Sir Mix a Lot - I Check My Bank


Ice-T & Ice Cube - Trespass

Engin ummæli: