blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 12, 2009

Þvílíkt

Ég var nú búinn að ætla mér að birta hér einhvern lista yfir draslið á ipodinum mínum en það er ekki nokkur vinnandi vegur að setja 1300 laga lista hér inn. Ég myndi setja Blogger HF á hausinn ef ég myndi reyna við helminginn af því. En svona það helsta sem ég er með á ipodinum er með Metallica, Iron Maiden, Rolling Stones, Nick Cave, Nirvana, Offspring, Steelheart, Led Zeppelin, AC/DC, Beatles, Helloween, Rammstein, Bob Dylan, Nightwish, Suede, Beatles og mörg lög af sólóferli Lennons. Nú svo er það Prodigy, Baggalútur, Olympia, Ham og Utangarðsmenn.

Nú bland í poka, eitt lag upp í tíu með eftirfarandi flytjendum, Sepultura, Guns’n Roses, Napalm Death, U2, Lenny Kravitz, Staind, Muse, Slade, The Smashing Pumpkins, Rem, Def Leppard, The Doors, Creed, Deep Purple, Weezer, The Wite Stripes, Alice Cooper, Kiss, Boston, Bon Jovi, Bonnie tyler, Black Sabbath, Jimi Hendrix, Britney Spears, Leonard Cohen, Crash Test Dummies, Scorpions, Fleetwood Mac, Coldplay, Duran Duran, Blur, David Bowie, Elton John, Groove Armada, Fatboy Slim, James Blunt, Shania Twain, Garbage, Toby Keith, Antony & The Johnsons, Alizee, Michael McDonald, Bloodhound Gang, Nashwille Pussy, Sex pistols, Slipknot, Radiohead og Pink Floyd,

Íslenst bland í poka, Sálin, Sóldögg, Todmobile, Quarashi, Ný Dönsk, Dr gunni, Tappi tíkarass, Unun, Hljómar, Hjaltalín, Megas, Hellvar, Ríkið, Reykjavík, Douglas Wilson, Sprengjuhöllin, Vínyll, 200.000 Naglbítar, GusGus, Múm, Mammút, Bangang, Fræbblarnir (og allt Rokk í Reykjavík gúmmilaðið) Hinn íslenski Þursaflokkur, Eik, Greifarnir, Írafár, Laddi, Stuðmenn, Buttercup, Dr Spock, Outloud, Flosi ólafsson og Pops, Kaktus, Ljótu Hálfvitarnir, Risaeðlan, Grýlurnar, Gautar og Sverrir Stormsker.
Bubbi Morthens hafði stóran sess á ipodinum en lögin hans eru orðin svo útspiluð og gegnnauðguð að ég hef hent þeim mjög mörgum út og fellur Bubbi því undir bland í poka. Það er mikill lagahræringur af Billboard og allskonar stöff af PottÞétt og Now.
Svo er ýmislegt gúmmilaði af mp3 bloggsíðum Doktorsins, Einars og Sýrðarjómans og annara mp3 bloggara. Einnig er kántrýíð og blúsinn ríkjandi á Ipodinum. Helstu blúsarar eru engir bara heilmikið bland héðan og þaðan, þekkt og ekki þekkt. Einnig á það sama við um Kántrýið. Þó er Willie Nelson með stóran sess inná kubbnum. Annars er heilmikið dótarí á poddaranum sem ég veit ekkert hvað er. Bara merkt eitthvað merkt “Track”, en mest af þessu stöffi er keypt og fengið á heiðarlegan hátt í plötubúðum eða á tonlist.is. En það verður að segjast að mikið af þessu dóti er síðan frá DC++ siðspillingunni þegar landsmönnum þótti sjálfsagt að hala niður tónlist og kvikmyndum af netinu án þess að borga fyrir það. Sveimér.

Svo er ég hérna með gúmmilaði frá Króatíu gaman að hlusta á það einstaka sinnum.


Drazen Zecic - Bez tebe


Safet Isovic - Bosno moja

Engin ummæli: